Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. október 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Í vandræðum með að enda í efstu tveimur í Skotlandi"
Man Utd fagnar marki gegn Arsenal.
Man Utd fagnar marki gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Arsenal verða bæði í eldlínunni í Evrópudeildinni í dag.

Man Utd mætir AZ Alkmaar á útivelli klukkan 16:55 og klukkan 19:00 tekur Arsenal á móti Standard Liege frá Belgíu.

Þessi lið mættust í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag og var leikurinn frekar slakur. Hann endaði 1-1, en gæðin í leiknum voru ekki mikil - að minnsta kosti ekki eins og þau voru á sínum tíma í slag þessara liða.

Chris Sutton, sem vann ensku úrvalsdeildina með Blackburn, lét það flakka eftir leik liðanna að Man Utd og Arsenal myndu eiga í basli með að enda í efstu tveimur sætunum í Skotlandi.

„Miðað við þessa frammistöðu þau myndu þau eiga í vandræðum með að enda í efstu tveimur í Skotlandi," skrifaði Sutton á Twitter.

Celtic og Rangers eru tvö efstu liðin í Skotlandi í augnablikinu.


Athugasemdir
banner
banner