Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. október 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Messi búinn að jafna Giggs í stoðsendingum
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði og lagði upp er Luis Suarez tryggði Barcelona sigur gegn Inter í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Þetta var þrítugasta stoðsending Messi í Meistaradeildinni og er hann búinn að jafna Ryan Giggs í öðru sæti stoðsendingalista keppninnar.

Cristiano Ronaldo á flestar stoðsendingar, eða 36, og er Karim Benzema í fjórða sæti með 23. Zlatan Ibrahimovic og Mesut Özil koma þar á eftir með 22 og svo er Neymar með 20.

Ronaldo er einnig markahæstur í sögu keppninnar með 127 mörk. Messi er í öðru sæti með 112 og svo kemur Raúl með 71.

20 stoðsendingahæstu:
1. Cristiano Ronaldo (36)
2. Ryan Giggs (30)
3. Lionel Messi (30)
4. Karim Benzema (23)
5. Zlatan Ibrahimovic (22)
6. Mesut Özil (22)
7. Neymar (20)
8. Franck Ribery (19)
9. Dani Alves (19)
10. Thomas Müller (19)
11. Marcelo (18)
12. Thierry Henry (18)
13. Angel Di Maria (18)
14. Frank Lampard (18)
15. Andres Iniesta (18)
16. Arjen Robben (18)
17. Luis Suarez (17)
18. Cesc Fabregas (17)
19. Xavi (17)
20. Wayne Rooney (17)
Athugasemdir
banner
banner
banner