Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. október 2019 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Stuðningsmenn Genk sungu nafn Koulibaly
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly var í liði Napoli sem heimsótti Genk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og eftir leik gengu leikmenn aftur til búningsklefa. Allir nema Koulibaly, sem varð eftir á vellinum.

Hann labbaði að stuðningsmönnum Genk og heilsaði þeim og fékk hávært svar til baka sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Koulibaly, fæddur 1991, var leikmaður Genk frá 2012 til 2014 og gerði frábæra hluti hjá félaginu.

Hann er þó ekki eina stórstjarnan sem lék eitt sinn fyrir Genk. Þar má einnig nefna menn á borð við Kevin De Bruyne, Thibaut Courtois, Sergej Milinkovic-Savic og Wilfred Ndidi.


Athugasemdir
banner
banner