Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. október 2019 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba líklega ekki með gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Paul Pogba verður líklega ekki með Manchester United þegar liðið mætir Liverpool 20. október.

Pogba er ekki í hópi Man Utd sem er að spila við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni og verður ekki með gegn Newcastle um helgina.

Didier Deschamps tilkynnti landsliðshóp Frakka fyrr í dag og sagði á fréttamannafundi að Pogba yrði frá í þrjár vikur.

Það þýðir að miðjumaðurinn kemur ekki aftur til leiks fyrr en síðustu vikuna í október. Pogba er frá vegna ökklameiðsla.

Þetta er í annað sinn sem Pogba meiðist á ökkla á tímabilinu. Hann missti af landsleikjum Frakklands í september og þremur leikjum með Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner