fim 03. október 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Rodgers ekki bitur eftir brottrekstur frá Liverpool - Leigir Klopp húsið
Brendan Rodgers mætir á Anfield á laugardaginn.
Brendan Rodgers mætir á Anfield á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, snýr aftur á gamlar heimaslóðir um helgina þegar hann mætir með lið sitt á Anfield í leik gegn Liverpool.

Rodgers var rekinn frá Liverpool árið 2015 og þá tók Jurgen Klopp við liðinu. Klopp tók ekki einungis við starfinu af Rodgers því Þjóðverjinn hefur síðan þá leigt hús hans í Liverpool.

„Ég ætlaði aldrei að vera bitur. Þess vegna leyfði ég Jurgen að fara í húsið mitt!" sagði Rodgers í viðtali fyrir leikinn á laugardaginn.

„Ég átti í góðu sambandi við Ray Haughan - starfsmann sem hjálpar leikmönnum - og hann sagði mér að Jurgen ætti erfitt með að finna stað til að búa á. Ég sagði: 'Ég ætla að flytja til London í smá tíma og verð ekki hér, svo Jurgen getur flutt inn."

„Ég skil sjálfur hvernig það er að vera stjóri og flytja því þú vilt að fjölskyldan þín aðlagist og sé ánægð. Þú vilt hafa hana á góðum stað. Hann tók við húsinu og hefur verið þar síðan þá."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner