Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. október 2019 10:08
Magnús Már Einarsson
Sigurður Egill framlengir við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Sigurður Egill Lárusson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Val.

Hinn 27 ára gamli Sigurður Egill var að verða samningslaus og önnur félög í Pepsi Max-deildinni höfðu sýnt honum áhuga. Sigurður Egill var meðal annars orðaður við uppeldisfélag sitt Víking en hann hefur nú framlengt samning sinn við Val.

Heimir Guðjónsson var ráðinn þjálfari Vals í gær og hann fagnar því að Sigurður Egill hafi framlengt samning sinn.

„Frábært að Siggi Lár hafi framlengt við félagið því hann er einfaldega frábær fótboltamaður," sagði Heimir.

Sigurður Egill kom til Vals frá Víkingi árið 2012 og hefur spilað stórt hlutverk á Hlíðarenda síðan þá. Hann hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með Val og tvívegis bikarmeistari.

„Gríðarlega spennandi tímar framundan undir stjórn Heimis og ég get ekki beðið eftir að byrja æfa undir hans leiðsögn," sagði Sigurður Egill eftir undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner