Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 03. október 2019 14:00
Fótbolti.net
Skagamenn yngstir - Fylkir með flesta heimamenn
Fylkismenn fagna marki.
Fylkismenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hæsti meðalaldurinn var hjá Íslandsmeisturum KR.
Hæsti meðalaldurinn var hjá Íslandsmeisturum KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef mínútur leikmanna í Pepsi Max-deild karla var hæsta hlutfall uppaldra leikmanna hjá Fylki í sumar. Uppaldir Fylkismenn spiluðu 74% af mínútum liðsins í sumar

Þetta kemur fram í samantekt Leifs Grímssonar. KR og Valur voru með minnsta hlutfall heimamanna samkvæmt tölfræðinni.

ÍA er með yngsta meðalaldurinn upp á 24.8 ár en Íslandsmeistarar KR eru með elsta meðalaldurinn eða 29.5 ár.

Grindavík var með hæsta hlutfall erlendra leikmanna en 53% af mínútum liðsins voru spilaðar af erlendum leikmönnum. ÍBV kom þar skammt undan. HK var eina liðið sem var ekki með erlendan leikmann í liði sínu í sumar.

Uppaldir leikmenn - Hlutfall af mínútum
Fylkir 74%
Breiðablik 53%
ÍA 50%
Víkingur R. 48%
ÍBV 41%
FH 40%
HK 38%
KA 37%
Stjarnan 33%
Grindavík 31%
Valur 13%
KR 11%

Erlendir leikmenn - Hlutfall af mínútum
Grindavík 53%
ÍBV 51%
FH 23%
Valur 23%
KR 21%
KA 18%
Víkingur R. 17%
ÍA 13%
Fylkir 13%
Breiðablik 10%
Stjarnan 10%
HK 0%

Meðalaldur - Hlutfall af mínútum
KR 29.5 ár
Valur 29.1 ár
FH 28.3 ár
Stjarnan 27.8 ár
Breiðablik 27.5 ár
Fylkir 27.2 ár
KA 26.5 ár
Grindavík 25.7 ár
HK 25.3 ár
Víkingur R. 25.3 ár
ÍBV 25.2 ár
ÍA 24.8 ár
Athugasemdir
banner
banner
banner