Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 03. nóvember 2019 15:44
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og Tottenham: Gylfi áfram á bekknum
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á varamannabekknum er Everton tekur á móti Tottenham í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum.

Marco Silva gerir tvær breytingar á liði Everton sem tapaði fyrir Brighton í síðustu umferð. Mason Holgate kemur inn í varnarlínuna fyrir Michael Keane og Fabian Delph kemur inn á miðjuna fyrir Bernard, sem meiddist um síðustu helgi.

Alex Iwobi og Theo Walcott eru á köntunum með Richarlison fremstan.

Harry Kane er þá ekki í leikmannahópi Tottenham vegna veikinda og mynda Heung-min Son og Lucas Moura því sóknarpar Spurs í dag.

Mauricio Pochettino gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Liverpool. Ben Davies kemur inn fyrir Danny Rose í vinstri bakverðinum, Tanguy Ndombele byrjar í stað Harry Winks á miðjunni og kemur Lucas inn til að leysa Kane af hólmi.

Bæði lið hafa farið illa af stað í haust. Tottenham er með 12 stig eftir 10 umferðir. Everton er með 10 stig.

Everton: Pickford, Sidibe, Holgate, Mina, Digne, Gomes, Davies, Delph, Walcott, Richarlison, Iwobi
Varamenn: Lössl, Keane, Coleman, Calvert-Lewin, Sigurðsson, Tosun, Kean

Tottenham: Gazzaniga, Aurier, Alderweireld, Sanchez, Davies, Sissoko, Ndombele, Eriksen, Dele, Son, Lucas
Varamenn: Vorm, Foyth, Dier, Sessegnon, Winks, Lo Celso, Parrott
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner