sun 03. nóvember 2019 20:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher: Klárlega ekki rautt spjald
Mynd: Getty Images
Heung-min Son fékk að líta rauða spjaldið gegn Everton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði 1-1 og fékk Son spjaldið í stöðunni 0-1 fyrir Tottenham.

Son braut á Andre Gomes sem lenti á Serge Aurier, varnarmanni Tottenham. Afleiðingarnar voru hræðilegar og það er nokkuð ljóst að Gomes verður lengi frá. Dómari leiksins ætlaði að gefa gult spjald en VAR mat þetta sem rautt spjald.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur á Sky Sports, er ósammála dómnum.

„Þetta er klárlega ekki rautt spjald. Ef þetta á alltaf að vera rautt þá þarf alltaf að gefa rautt ef brot setur leikmann í hættu. Ef við berum saman þetta brot og brotið á Salah þegar Choudhury fór í hann - Mér fannst það ekki rautt en Klopp var ósáttur."

„Í framtíðinni ef það er brotið á leikmanni þegar möguleikinn á því að vinna boltann er engin þá ætti að gefa rautt spjald. Sumir gætu verið ósáttir við það en þau brot munu verða metin sem rauð spjöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner