Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 21:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Coleman fór í klefa Spurs og huggaði Son
Mynd: Getty Images
Heung-min Son gekk brotinn af velli eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Andre Gomes lenti illa eftir samstuð við Serge Aurier eftir að Son hafði brotið á Portúgalanum. Gomes var borinn af velli og verður líklega lengi frá.

Son var miður sín áður en hann fékk rauða spjaldið en hann sá hversu illa Gomes fór úr samstuðinu.

Seamus Coleman, fyrirliði Everton, fór í klefa Tottenham eftir leik og huggaði Suður-Kóreumanninn. Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, tjáði sig um atvikið og þakkaði Coleman fyrir komuna í klefann.

„Mig langar að þakka fyrirliðanum, Seamus Coleman. Hann kom í klefann okkar og hughreysti Son."
Athugasemdir
banner
banner