Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. nóvember 2019 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Njósnastarfið mikilvægara en leikmenn
Mynd: Getty Images
Josep Guardiola telur njósnadeildina hjá Manchester City vera ábyrga fyrir '80%' af velgengni félagsins.

Hann telur njósnadeildina vera mikilvægari fyrir félagið heldur en hans eigið starf sem knattspyrnustjóri eða starf leikmanna.

„Mikilvægasta deildin innan félagsins er njósnadeildin. Sú deild er mun mikilvægari heldur en stjórinn eða leikmennirnir. Þegar Txiki og njósnateymið velja rétt þá eru þeir búnir að sinna langstærstum hluta vinnunnar. Þegar þeir velja rangt þá fer mikill tími og mikil orka í að bæta upp fyrir það," sagði Guardiola.

„Ilkay er gott dæmi, ég bjóst ekki við að hann yrði svona góður og gæti spilað svona margar stöður. Hann er búinn að vera óaðfinnanlegur á miðjunni og stóð sig vel í vörninni þegar hann þurfti að spila þar undir lokin á síðustu leiktíð."
Athugasemdir
banner
banner