Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höness: Ég grét eins og barn í fangaklefanum
Mynd: Getty Images
Uli Höness mun þann 15. nóvember stíga til hliðar sem forseti Bayern Munchen. Hann var í dag í viðtali við tímarit á vegum félagsins.

Þar fer Höness yfir mestu mistök sín á ferlinum en hann var dæmdur í fangelsi árið 2014 vegna skattsvika. Það setur blett á feril Höness.

„Skattamálið voru stærstu mistök mín. Ég sé mjög svo eftir því sem ég gerði og ég á alla gagnrýni skilið fyrir gjörðir mínar."

„Ég vissi að ég myndi fara í fangelsi,"
sagði Höness þegar hann rifjar upp árið 2013. Bayern vann Meistaradeildina það ár en komandi fangelsisvist takmarkaði fögnuð Höness þegar titilinn var í höfn.

„Franck Ribery grét það kvöld á Wembley og stuðningsmenn sungu nafn mitt. Það hreyfði meira við mér en ég hefði getað trúað."

„Sum bréfin sem ég fékk í fangelsinu voru svo hjartnæm að ég grét eins og smábarn í klefa mínum."

„Þegar ég geri upp tíma minn hjá Bayern er ég ánægður með þessi 49 ár. Ég hef ekki séð eftir einum degi og ég skulda félaginu mínu allt. Ég hef alltaf litið á mig sem stuðningsmann númer eitt, ég finn einungis fyrir þakklæti."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner