sun 03. nóvember 2019 13:23
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Ilicic skúrkurinn er Atalanta tapaði á heimavelli
Simeone lagði annað mark Cagliari upp.
Simeone lagði annað mark Cagliari upp.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Atalanta 0 - 2 Cagliari
0-1 Mario Pasalic ('32, sjálfsmark)
0-2 Christian Oliva ('59)
Rautt spjald: Josip Ilicic, Atalanta ('39)

Merkileg úrslit litu dagsins ljós í fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum er Atalanta tók á móti Cagliari.

Atalanta hafði skorað þrjú mörk á leik að meðaltali fyrir daginn í dag á meðan frábær vörn Cagliari var búin að skila liðinu í óvænt Evrópubaráttusæti.

Liðin mættust í Bergamó og komust gestirnir yfir með heppilegu marki. Mario Pasalic fékk boltann í sig eftir fasta aukaspyrnu og þaðan hrökk knötturinn í netið.

Cagliari stjórnaði fyrri hálfleiknum alfarið og ekki skánuðu hlutirnir fyrir Atalanta þegar Josip Ilicic var rekinn af velli með beint rautt spjald á 39. mínútu. Hann gerðist þá sekur um heimskulega hegðun þegar hann sparkaði í átt að Charalampos Lykogiannis í pirringskasti.

Heimamenn gerðu tvær breytingar í hálfleik og tóku stjórn á leiknum þrátt fyrir að vera manni færri. Gestirnir voru sáttir með að verjast og gerðu það gríðarlega vel.

Christian Oliva tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik eftir gott samspil við Giovanni Simeone. Meira var ekki skorað og frábær sigur Cagliari staðreynd.

Liðin eru jöfn í 4-5. sæti sem stendur, með 21 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner