sun 03. nóvember 2019 14:51
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Dagur og Ögmundur í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Århus gegn Nordsjælland og lék fyrstu 78 mínútur leiksins.

Patrick Mortensen gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þremur mínútum eftir skiptinguna og náði í mikilvæg stig fyrir sína menn, sem höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum í röð.

Århus er með 23 stig eftir 15 umferðir.

Nordsjælland 0 - 1 Århus
0-1 Patrick Mortensen ('81, víti)

Ögmundur Kristinsson varði þá mark AEL Larissa gegn OFI Crete í efstu deild í Grikklandi.

Gestirnir frá Krít komust tveimur mörkum yfir á fyrstu sjö mínútum leiksins en heimamenn vöru snöggir að svara fyrir sig. Staðan var 1-2 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var mjög jafn en heimamenn nýttu færin sín og náðu að snúa stöðunni sér í hag og urðu lokatölur 3-2.

Larissa er í fimmta sæti, með 9 stig eftir 15 umferðir. Crete er einu stigi fyrir ofan.

AEL Larissa 3 - 2 OFI Crete
0-1 L. Semedo ('4)
0-2 K. Tsilianidis ('7)
1-2 V. Moras ('14)
2-2 R. Milosavljevic ('69)
3-2 A. Dauda ('79)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner