sun 03. nóvember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus tengist samstarfsaðilum dómarasambandsins
Andrea Agnelli, eigandi Juventus.
Andrea Agnelli, eigandi Juventus.
Mynd: Getty Images
Mútumál og eiginhagsmunagæsla eru ekki ný af nálinni í ítalska boltanum og þá sérstaklega ekki þegar kemur að Juventus, sem var dæmt niður um deild eftir Calciopoli skandalinn 2006.

Juventus lagði Genoa að velli í miðri viku og skoraði Cristiano Ronaldo sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Vítaspyrnudómurinn er afar umdeildur og eftir stutta leit tókst fréttamönnum þar í landi að tengja Juve við samstarfsaðila ítalska dómarasambandsins.

Samningur dómaranna við Net Insurance er 1,2 milljón evra virði á tímabili og gildir út tímabilið 2022-23.

Tveir bankar sem tengjast Agnelli fjölskyldunni náið eru meðal stærri hluthafa Net Insurance. Annar þeirra heitir Banca Finnat Euramerica og situr maður að nafni Lupo Rattazzi í stjórn bankans. Lupo er sonur Susanna Agnelli og þar af leiðandi frændi Andrea Agnelli, forseta Juve.

Hinn bankinn heitir Ubi Banca og er í víðamiklu opinberu samstarfi með Juventus.

Þess ber þó að geta að Ubi er einnig í samstarfi við Brescia og Atalanta sem leika í Serie A.

Juventus hefur verið langbesta lið ítalska boltans undanfarinn áratug. Í ár virðist samkeppnin þó vera harðari en vanalega eftir góða byrjun Inter undir stjórn Antonio Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner