Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Niko Kovac gæti misst starfið á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Króatinn Niko Kovac tók við stjórnartaumunum hjá FC Bayern í fyrrasumar og vann bæði deild og bikar á sínu fyrsta tímabili en datt út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, eftir tap gegn Liverpool.

Bayern hefur farið illa af stað á nýju tímabili og hefur framtíð Kovac verið mikið í umræðunni. Það voru óánægjuraddir á síðustu leiktíð og hafa þær orðið mun háværari á upphafi nýs tímabils.

Bayern tapaði 5-1 fyrir Eintracht Frankfurt í gær, gerði jafntefli við Augsburg á dögunum og tapaði einnig á heimavelli fyrir Hoffenheim. Liðið er í fjórða sæti þýsku deildarinnar, með 18 stig eftir 10 umferðir. Fjórum stigum eftir toppliði Borussia Mönchengladbach.

Þýskir fjölmiðlar töluðu um að framtíð Kovac yrði ákveðin eftir stórleikinn gegn Borussia Dortmund um næstu helgi en nú er orðrómur uppi um að hann gæti misst starf sitt í vikunni.

Tobias Altschäffl, ritstjóri hjá Bild, greindi frá þessu í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner