Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. nóvember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Preston ætlar að tilkynna Stoke til EFL
Mynd: Getty Images
Stoke City er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra og hefur mikinn áhuga á Alex Neil, stjóra Preston North End.

Stoke er búið að reyna mikið við Neil og lagði fram tilboð í hann í gær. Enskir fjölmiðlar segja að Neil hafi samþykkt samningstilboð frá Stoke og muni vera kynntur sem nýr stjóri í dag eða á morgun.

BBC greinir frá því að Preston hafi hafnað tilboðinu frá stoke og ætli að tilkynna félagið til stjórnar neðrideildasambandsins, EFL, fyrir að hafa rætt ólöglega við Neil.

Neil er ungur stjóri og hefur unnið sér inn gott orðspor, fyrst með Norwich og síðan Preston. Hann kom Norwich upp í úrvalsdeildina vorið 2015 en féll aftur niður ári síðar.

Preston er í fjórða sæti Championship deildarinnar sem stendur, með 25 stig eftir 14 umferðir. Stoke er á botninum með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner