Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. nóvember 2019 15:25
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Mögnuð endurkoma Krasnodar gegn Rostov
Mynd: Getty Images
Krasnodar 2 - 2 Rostov
0-1 Aleksey Ionov ('34)
0-2 Aleksey Ionov ('41)
1-2 Ivan Ignatjev ('93)
2-2 Uros Spajic ('95)

Jón Guðni Fjóluson var á varamannabekknum hjá Krasnodar sem fékk FK Rostov í heimsókn í rússnesku toppbaráttunni. Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson voru á bekknum hjá Rostov.

Gestirnir frá Rostov leiddu 0-2 eftir jafnan fyrri hálfleik. Aleksey Ionov skoraði bæði mörk Rostov, sem nýtti færin sín einfaldlega betur.

Heimamenn tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik en varnarmúr Rostov hélt vel þar til í uppbótartíma, skömmu eftir að Ragnari var skipt inná.

Ivan Ignatjev minnkaði muninn á 93. mínútu eftir mistök hjá vörn Rostov sem reyndi að spila með háa rangstöðulínu. Uros Spajic gerði svo jöfnunarmarkið með laglegum flugskalla á 95. mínútu eftir að hann gleymdist inní vítateig gestanna.

Rostov er í öðru sæti, þremur stigum eftir toppliði Zenit þegar 15 umferðir eru búnar af tímabilinu. Krasnodar er í fjórða sæti, einu stigi eftir Rostov.
Athugasemdir
banner
banner
banner