Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 21:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Sociedad á toppnum ásamt Barca og Real þökk sé tvennu frá Portu
Portu skoraði bæði mörk Sociedad gegn Granada.
Portu skoraði bæði mörk Sociedad gegn Granada.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hófust klukkan 17:30 í spænsku La Liga. Celta Vigo tók á móti Getafe og Leganes fékk Eibar í heimsókn.

Eitt mark var skorað þegar Getafe lagði Celta að velli. Brasilíumaðurinn Kenedy skoraði sigurmarkið á 37. mínútu með góðu skoti frá vítateigslínunni. Ruben Blanco í marki Celta átti ekki möguleika á að verja skotið.

Celta var líklegra áður en markið kom en eftir markið róaðist leikurinn. Á 82. mínútu skoraði Angel mark fyrir Getafe en hann var dæmdur rangstæður.

Þrjú mörk voru skoruð þegar Eibar lagði Leganes að velli. Youssef En Nesyri kom Leganes yfir á 6. mínútu þegar hann skoraði eftir frákast. Charles jafnaði leikinn fyrir Eibar rúmum tíu mínútum síðar með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Cote.

Sigurmarkið kom sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Garcia Kike skoraði markið eftir sendingu frá Fabian Orellana.

Getafe er í 7. sæti, Eibar er í því 14., Celta er í 18. sæti og Leganes í botnsæti deildarinnar.

Granada gat komist aftur á toppinn á heimavelli
Granada hefur komið skemmtilega á óvart í La Liga. Liðið hafði tækifæri á að endurheimta toppsætið eftir að bæði Barcelona og Real Madrid misstigu sig í gær.

Real Sociedad kom í heimsókn og komust gestirnir yfir á 21. mínútu þegar Portu skoraði eftir undirbúning frá Mikel Oyarzabal. Granada vildi fá vítaspyrnu á 26. mínútu þegar boltinn virtist fara í höndina á leikmanni Sociedad inn í teig gestanna. Ekkert var dæmt.

Alvaro Vadillo jafnaði leikinn fyrir Granada með marki beint úr aukaspyrnu á 36. mínútu. Allt stefndi í jafntefli en Portu hafði ekki sungið sitt síðasta.

Portu skoraði með fábæru skoti, rétt fyrir utan vítateig, eftir sendingu frá Adnan Januzaj. Portu kom með markinu í veg fyrir að Granada tæki toppsætið og tryggði Sociedad um leið stigin þrjú sem skýtur liðinu uppfyrir Granada og í 1.-3. sætið en Barcelona, Real Madrid og Sociedad hafa nú öll 22 stig.

Celta 0 - 1 Getafe
0-1 Kenedy ('37 )


Granada CF 1 - 2 Real Sociedad
0-1 Cristian Portu ('21 )
1-1 Alvaro Vadillo ('36 )
1-2 Cristian Portu ('89 )


Leganes 1 - 2 Eibar
1-0 Youssef En-Nesyri ('6 )
1-1 Charles ('17 )
1-2 Kike ('84 )

Athugasemdir
banner
banner