Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 03. nóvember 2019 18:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Verona um apahljóðin: Gerðist ekki - Hann gerði úlfalda úr mýflugu
Mynd: Getty Images
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli varð fyrir kynþáttfordómum þegar Brescia heimsótti Verona í ítölsku Seríu A.

Balotelli skoraði svo seinna í leiknum mark Brescia, sem tapaði þó leiknum, 2-1. Balotelli varð allt anna en sáttur við hegðun stuðningsmanna og sparkaði boltanum upp í stúku í piringi.

Dómari leiksins bað um að stuðnignsmenn myndu hætta athæfi sínu í gegnum tilkynningu í hátalarakerfinu.

Ivan Juric, stjóri Verona, fannst Balotelli hafa gert úlfalda úr mýflugu. „Í dag gerðist ekkert, engir kynþáttafordómar," sagði Juric eftir leik við Sky Sport Italia.

„Það var einfaldlega verið að kalla á og stríða frábærum leikmanni. Ég er frá Króatíu og ég er vanur að heyra alls konar hluti um mig hér, þar sem því miður, þetta er algengt hér."

„Á Ítalíu er oft vandamál vegna rasisma en í dag var ekkert slíkt. Ég veit ekki af hverju hann hegðaði sér svona. Ef ég hefði orðið vitni af rasisma þá myndi ég ekki segja þetta því mér finnst rasismi vera alveg síðasta sort,"
sagði Juric að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner