Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 16:14
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Milos vann sænsku B-deildina - Bjarni í umspil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð sænsku B-deildarinnar fór fram í dag og var Bjarni Mark Antonsson í byrjunarliði Brage sem lagði Västerås að velli, 2-1.

Brage komst í tveggja marka forystu á fyrstu 20 mínútunum en gestirnir náðu að minnka muninn fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik misstu heimamenn svo mann af velli og þurftu því að klára tæpan hálftíma einum leikmanni færri.

Sigurinn er afar mikilvægur og tryggir Brage þriðja sæti deildarinnar, sem spilar umspilsleiki við þriðja neðsta sæti efstu deildar um laust sæti í Allsvenskan.

Brage 2 - 1 Vasterås
1-0 K. Andersen ('13)
2-0 C. Kouakou ('20)
2-1 E. Skogh ('36)
Rautt spjald: J. Morsay, Brage ('66)

Nói Snæhólm Ólafsson lék þá fyrstu 79 mínúturnar er Syrianska tapaði fyrir Halmstad.

Gestirnir frá Halmstad voru mun betri og verðskulduðu sigurinn en Nói og félagar voru fallnir fyrir lokaumferðina.

Syrianska lýkur keppni á botni deildarinnar, með 25 stig úr 30 leikjum.

Syrianska 0 - 2 Halmstad
0-1 R. Wiedesheim-Paul ('59)
0-2 M. Boman ('80)

Serbneski þjálfarinn Milos Milojevic, sem stýrði Víkingi R. hér á landi, vann deildina við stjórnvölinn hjá Mjällby en þetta er magnað afrek hjá honum.

Í fyrra fór hann með Mjällby upp úr C-deildinni og í ár er leikmannahópur hans sá lægst launaði í allri B-deildinni.

Í dag gerði Mjällby jafntefli við Varberg á útivelli í toppslagnum, en Varberg lýkur keppni í öðru sæti, tveimur stigum eftir Milos og félögum.

Varberg 1 - 1 Mjällby
0-1 D. Lofquist ('5)
1-1 A. Seljmani ('24)
Athugasemdir
banner
banner
banner