Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 03. desember 2017 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind dæmd rangstæð í innkasti á Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Verona á Ítalíu í sumar. Hún lék með Breiðabliki og hjálpaði liðinu að veita Þór/KA baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en hún fór út og hélt á vit ævintýranna áður en sumrinu lauk.

Fótboltinn á Ítalíu er nokkuð öðruvísi en sá íslenski.

Berglind bendir t.d. á það á Twitter að dómgæslan á Ítalíu sé kannski ekki alveg komin jafnlangt og á Íslandi.

„Ætluðum að taka hratt innkast í leiknum í dag. Það var kastað boltanum í hornið á mig og ég dæmd rangstæð," skrifar hún, en gera má ráð fyrir því að hún hafi látið dómarann heyra vel í sér enda á ekki að dæma rangstöðu þegar innkast er tekið.

Berglind leikur eins og áður segir með Verona, en Verona vann 2-1 sigur á Empoli í gær. Berglind skoraði bæði mörk liðsins.

Sjá einnig:
Berglind Björg aðlagast lífinu á Ítalíu: Leikmenn að kasta sér niður



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner