Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. desember 2017 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hannes fékk á sig þrjú - Kjartan spilaði í jafntefli
Hannes Þór og félagar þurftu að sætta sig við tap.
Hannes Þór og félagar þurftu að sætta sig við tap.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir búnir í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Kjartan Henry Finnbogason spilaði allan leikinn er Horsens gerði 1-1 jafntefli gegn Hobro á útivelli.

Horsens jafnaði metin í uppbótartíma og er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur 24 stig, en Horsens vann síðast deildarleik í septemberlok.

Núna fyrir stuttu var svo að klárast leikur Silkeborg og Randers, en lokaniðurstaðan þar var 3-2 fyrir Silkeborg eftir að Randers hafði verið 2-1 yfir á tímapunkti.

Hannes Þór Halldórsson var í marki Randers, sem situr í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Hobro 1 - 1 Horsens
1-0 Rasmus Minor Petersen ('84)
1-1 Oliver Drost ('90)

Silkeborg 3 - 2 Randers
1-0 Robert Skov ('8)
1-1 Sjálfsmark ('12)
1-2 Kevin Conboy ('33)
2-2 Robert Skov ('62, víti)
3-2 Davit Skhirtladze ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner