Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. desember 2017 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Vonandi eru á hlutirnir á réttri leið
Mynd: Getty Images
„Sjálfstraustið er að koma aftur," sagði Gylfi Sigurðsson í samtali við heimasíðu Everton eftir 2-0 sigur á Huddersfield í gær.

Everton hefur nú unnið tvo deildarleiki í röð og Gylfi er farinn að minna á sig. Gylfi var á skotskónum í gær.

„Við náðum í góðan sigur á miðvikudaginn og fylgdum honum á eftir í dag (í gær). Með sigrunum, mörkunum og ná að halda hreinu eru hlutirnir vonandi á réttri leið."

„Það er ótrúlegt hvað getur gerst ef þú vinnur tvo leiki í röð. Núna erum við fyrir miðja deild, en við erum ekki ánægðir með það, við viljum gera enn betur," sagði Gylfi.

Gylfi skoraði fyrra mark Everton sem reyndist mjög mikilvægt.

„Ef þú lítur á úrslitin þá var mjög gott að ná þessu marki en við verðum líka að hrósa Huddersfield. Þeir spiluðu mjög vel í fyrri hálfleiknum og byrjuðu betur í þeim seinni. En við náðum inn marki og meðbyrinn kom með því, svo náðum við inn öðru marki."

Sam Allardyce er tekinn við Everton. Fyrstu kynni Gylfa af Stóra Sam hafa verið mjög góð, jafnvel þó að Allardyce hafi klúðrað nafni Gylfa er hann ræddi við fréttamenn í gær.

„Hann hefur komið inn og verið mjög jákvæður. Þetta eru góð úrslit og hann er ánægður með að við skyldum halda hreinu og ná í þrjú stig. Við getum samt enn bætt okkur."

Sjá einnig:
Stóri Sam í veseni með nafn Gylfa - "Gudni Sigurdsson"
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner