Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. desember 2017 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Átti að skalla þetta í burtu
Mynd: Getty Images
David Moyes var ánægður með framlag sinna manna í 2-1 tapinu gegn Manchester City í dag.

West Ham heimsótti toppliðið og komst yfir með skallamarki frá Angelo Ogbonna á lokamínútum fyrri hálfleiks.

Nicolas Otamendi jafnaði snemma í síðari hálfleik og var staðan jöfn þar til David Silva gerði sigurmarkið á 83. mínútu.

Hamrarnir fengu gott tækifæri til að jafna undir lokin en boltinn fór ekki inn. Félagið er í fallsæti, með 10 stig eftir 15 umferðir.

„Ég hélt að við myndum hreppa sigurinn í dag. Við vorum alltaf hættulegir í skyndisókn og fengum bestu færi fyrri hálfleiksins," sagði Moyes að leikslokum.

„Strákarnir lögðu sig alla fram og við stóðum okkur vel. Við hefðum getað potað inn jöfnunarmarki í lokin en heppnin var ekki með okkur.

„Við hefðum átt að gera mun betur í sigurmarkinu. Ef þú ert miðvörður í þessari stöðu þá verðuru að skalla boltann í burtu. Við tefldum fram 18 ára miðverði sem stóð sig gríðarlega vel.

„Mér fannst við eiga skilið að jafna í lokin. Við vorum mjög sterkir á köflum og það er sárt að fá ekki stig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner