Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 03. desember 2019 09:22
Elvar Geir Magnússon
Telja Ljungberg ekki vera rétta manninn fyrir Arsenal
Freddie Ljungberg.
Freddie Ljungberg.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, sparkspekingur BBC.
Chris Sutton, sparkspekingur BBC.
Mynd: Getty Images
Freddie Ljungberg er ekki rétti maðurinn til að stýra Arsenal til frambúðar. Þetta segir Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Blackburn.

Ljungberg er bráðabirgðastjóri hjá Arsenal eftir að Unai Emery var rekinn í liðnum mánuði. Ljungberg spilaði lengi fyrir Arsenal og var aðstoðarmaður Emery.

„Freddie segir að hann sé 100% viss um að hann geti komið liðinu í topp fjóra. Á hverju er það byggt? Þetta eru draumórar," segir Sutton.

Arsenal gerði 2-2 jafntefli á sunnudaginn við Norwich, í fyrsta leik sínum undir stjórn Lungberg. Liðið er sjö stigum frá fjórða sætinu.

„Bjóst fólk við miklum breytingum? Þetta hefur verið eins síðasta áratug og sömu vandamál eru til staðar. Þeir þurfa að breyta módelinu, leikmannakaupunum."

Sutton var í viðtali hjá BBC en með honum var Andy Townsend, fyrrum miðjumaður Aston Villa og Chelsea. Townsend tók undir með Sutton.

„Ég tel að þetta sé ekki rétti tíminn fyrir Freddie til að taka við, ekki rétti tíminn fyrir einhvern sem er óreyndur á þessu sviði. Arsenal þarf einhvern til að koma inn og kenna liðinu að verjast," segir Townsend. Hann telur að Calum Chambers og Sokratis séu engan veginn nægilega góðir til að spila fyrir Arsenal.

Þá segir Townsend að rétti maðurinn fyrir Arsenal sé Nuno Espirito Santo. stjóri Wolves.

„Þegar maður skoðar hvað hann hefur gert fyrir Úlfana, kom þeim upp í deildina og bjó til þetta skemmtilega lið, þá tel ég að Nuno yrði frábær í starfið. Hann virðist vera stjóri sem vill komast í hausinn á leikmönnum og snúa þeim við, sumir leikmenn Arsenal þurfa á því að halda," segir Townsend.
Athugasemdir
banner
banner
banner