Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. desember 2019 13:23
Elvar Geir Magnússon
U19 leikur í milliriðli á Ítalíu í lok mars
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 landsliðsins.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 ára landslið karla er í riðli með Ítalíu, Noregi og Slóveníu í milliriðlum undankeppni EM 2020.

Riðillinn fer fram á Ítalíu 25.-31. mars 2020.

Sigurvegari riðilsins fer áfram í lokakeppnina, en hún verður haldin á Norður-Írlandi.

U19 landsliðið stóð sig vel í undanriðli í síðasta mánuði og komst áfram. Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19 landsliðið.

Dregið í riðla hjá U17 og U19 fyrir undankeppni EM
Í morgun var einnig dregið í undankeppni EM U21 hjá U17 og U19 liðum karla.

Íslenska U17 landsliðið er í riðli með Austurríki, Noregi og Moldóvu. Riðillinn fer fram í Austurríki 7.-13. október 2020.

U19 ára landsliðið er í riðli með Noregi, Ungverjalandi og Andorra. Riðillinn fer fram í Noregi 7.-13. október 2020.

Einnig var dregið í undankeppni EM 2022 hjá U19 karla, en breytingar hafa orðið á undankeppninni fyrir það mót. Hægt er að lesa meira um það með því að smella hérna.

Ísland er þar í B deild og með Ungverjalandi, Rúmeníu og Kýpur í riðli. Riðillinn verður leikinn á Kýpur 10.-16. nóvember 2020.
Athugasemdir
banner
banner