fös 03. desember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Conte hrifinn af Skipp - „Hann spilar með hjartanu"
Oliver Skipp í leiknum gegn Brentford
Oliver Skipp í leiknum gegn Brentford
Mynd: EPA
Ítalski stjórinn Antonio Conte var afar hrifinn af frammistöðu Oliver Skipp í 2-0 sigri Tottenham Hotspur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski miðjumaðurinn hefur fjórum sinnum verið í byrjunarliði Tottenham undir stjórn Conte og hefur stjórinn mikla trú á þessum 21 árs gamla leikmanni.

Hann hrósaði honum sérstaklega eftir frammistöðuna gegn Brentford í gær.

„Skipp spilaði mjög vel í þessum leik. Hann er mjög ungur og það er nóg svigrúm til að bæta sig. Hann spilaði af ástríðu, með hjartanu og sálinni," sagði Conte.

„Hann spilaði vel í dag og ég held að ég geti bætt hann mikið, bæði tæknilega og í að halda bolta," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner