Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. apríl 2016 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Fylkir lagði KA í fjörugum leik
Oddur Ingi skoraði jöfnunarmark Fylkis.
Oddur Ingi skoraði jöfnunarmark Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 4 - 2 KA
0-1 Hallgrímur Már Steingrímsson ('11)
1-1 Oddur Ingi Guðmundsson ('23)
2-1 Sito ('26)
3-1 Garðar Jóhannsson ('32)
4-1 Garðar Jóhannsson ('53)
4-2 Hallgrímur Már Steingrímsson ('55)

Smelltu hér til að skoða textalýsingu frá leiknum

KA mistókst að leggja Fylki að velli í eina leik kvöldsins og koma sér þannig í 8-liða úrslit Lengjubikarsins.

Sigur Akureyringa hefði komið báðum liðum í útsláttarkeppnina en þess í stað fara Blikar áfram ásamt Fylkismönnum sem ljúka riðlakeppninni taplausir, rétt eins og Víkingur Ólafsvík sem kemst þó ekki áfram vegna þriggja jafntefla.

Hallgrímur Már Steingrímsson kom KA mönnum yfir snemma í leiknum með mögnuðu marki þar sem boltinn var í lausu lofti fyrir utan vítateig þegar Hallgrímur smellhitti hann.

Það leið ekki á löngu þar til Jose Enrique Vergara, betur þekktur sem Sito, lét til sín taka. Fyrst lagði Sito upp jöfnunarmarkið fyrir Odd Inga Guðmundsson, þremur mínútum síðar kom hann sínum mönnum yfir og sex mínútum eftir það lagði hann upp þriðja mark Fylkis.

Fjórða mark Fylkis kom snemma í síðari hálfleik þegar Garðar Jóhannsson gerði sitt annað mark í leiknum, í þetta skiptið eftir slæm markmannsmistök hjá Fannari Hafsteinssyni. Tveimur mínútum síðar gerði Hallgrímur Már sitt annað mark í leiknum og kom það beint úr aukaspyrnu.

Leikurinn var fjörugur allt til enda en ekki tókst KA að minnka muninn frekar þrátt fyrir mikið af færum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner