Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. maí 2020 09:00
Fótbolti.net
Anna Björk stefnir á að spila á Íslandi í sumar
Anna Björk stefnir á að spila á Íslandi í sumar
Anna Björk stefnir á að spila á Íslandi í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn öflugi, Anna Björk Kristjánsdóttir, stefnir á að spila í Pepsi Max deildinni í sumar þar sem að keppni í Hollandi hefur verið blásin af fram á haust. Þetta staðfesti hún í nýjasta þætti Heimavallarins.

Anna hefur verið í atvinnumennsku undanfarin ár, bæði í Svíþjóð og Hollandi, en í ljósi ástandsins í heiminum líst henni vel á að taka að minnsta kosti eitt tímabil á Íslandi.

„Ég er að tala við einhver lið en ætla ekki að henda því fram núna því að þetta er komið svo stutt á veg og það er ekki svo langt síðan ég frétti að deildinni úti yrði slaufað,“ sagði Anna sem á 43 A-landsleiki og 168 leiki í efstu deild að baki.

„Ég fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því og fékk smá fiðring í magann. Það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð,“ sagði Anna sem fékkst þó ekki til að gefa neitt upp um til hvaða félags hugurinn stefndi. Það er þó ljóst að svona reynslumikill og öflugur leikmaður gæti nýst öllum liðum deildarinnar og það verður gaman að sjá hvaða treyju hún kemur til með að klæðast.
Heimavöllurinn: Varamaður úr KR keyptur fyrir metupphæð í Hruninu
Athugasemdir
banner
banner