Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. maí 2020 14:41
Magnús Már Einarsson
Aron Bjarna: Fór ekki í viðræður við nein önnur félög
Aron Bjarnason gekk til liðs við Ujpest síðastliðið sumar.
Aron Bjarnason gekk til liðs við Ujpest síðastliðið sumar.
Mynd: Ujpest
Aron Bjarnason í leik með Breiðabliki í fyrra.
Aron Bjarnason í leik með Breiðabliki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Félagið er með eina bestu aðstöðu á Íslandi og hópurinn hefur sýnt það á undanförnum árum að hann getur unnið titla. Eftir gott spjall við Heimi (Guðjónsson) var ég bara spenntur að koma inn í þetta umhverfi. Það er mikill metnaður í félaginu að gera betur en á síðasta ári og ég hlakka til að vera hluti af því," sagði kantmaðurinn Aron Bjarnason við Fótbolta.net í dag en hann hefur gengið til liðs við Val á láni fram á haust.

Aron kemur á láni frá Ujpest í Ungverjalandi. Ujpest keypti Aron frá Breiðabliki síðastliðið sumar en hann datt út úr myndinni þar síðari hluta tímabils.

„Ég var ekki búinn að vera í hóp í einhverjum 7-8 leikjum úti og var farinn að íhuga það að færa mig. Valur hafði haft samband við mig fljótlega eftir að þeir sáu að ég var ekki að spila, áður en að veiran stoppaði allan fótbolta. Planið var að skoða mína möguleika í lok mars, hvort sem það væri heima eða annars staðar. Valur voru áfram í bandi og eftir því sem tíminn leið leist mér mjög vel á að taka slaginn með Val."

Væri til í að gefa Ungverjalandi séns
Fleiri íslensk félög sýndu Aroni áhuga en hann fór þó ekki í viðræður við önnur félög en Val. „Það voru bara fyrirspurnir en ég fór ekki í neinar viðræður við önnur félög," sagði Aron.

Aron er ennþá samningsbundinn Ujpest en stefnir hann á að taka slaginn þar áfram þegar lánssamningurinn rennur út í haust?„Ég þarf bara að sjá hver staðan verður hjá félaginu um áramótin, hvort að maður verði inni í myndinni hjá þeim þjálfara sem verður. Ég væri alveg til í að gefa því annan séns en tíminn verður bara að leiða það í ljós."

Hefði viljað gera betur
Hinn 24 ára gamli Aron spilaði sextán leiki í ungversku deildinni í vetur en Ujpest var í níunda sæti af tólf liðum þegar keppni var hætt í mars.

„Liðið var að spila vel fyrir áramót og við vorum í góðri stöðu fyrir seinni hlutann til þess að berjast um Evrópusæti. Við misstum tvo lykilmenn í janúar og gengið eftir áramót hefur verið slakt og ef að tímabilið verður klárað er fallbarátta framundan."

„Fyrir mig persónulega fékk ég nokkur tækifæri í byrjunarliðinu fyrir áramót en náði aldrei að tengja saman marga leiki í byrjunarliðinu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað gera betur en það þýðir ekkert að spá í því núna."


Æfði úti í garði
Aron er kominn til Íslands til að hefja æfingar með Val en hann hefur haldið sér í formi sjálfur í Ungverjalandi að undanförnu.

„Það hefur gengið vel, maður kom sér bara upp rútínu í þessu og fylgdi prógrammi frá félaginu. Við vorum nokkrir leikmenn í liðinu sem bjuggum í sömu blokk og vorum því með allt til alls þar frá félaginu til þess að halda okkur í standi. Síðan gátum við líka spriklað aðeins í garðinum með bolta sem var mikill plús," sagði Aron að lokum.

Aron er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?
Athugasemdir
banner
banner
banner