Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 04. maí 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baska-bikarúrslitaleikurinn fer fram - Tvö bikarúrslit næsta vor?
Fullur völlur 2021 eða án áhorfenda í ágúst
Mynd: Getty Images
Spænska kanttspyrnusambandið hefur samþykkt að úrslitaleikur spænska Konungsbikarsins mun fara fram. Í fyrsta sinn í sögunni áttu tvö lið frá Baskalandi að mætast í úrslitum.

Þar sem leikjum hefur verið frestað um óákveðin tíma er nú sú hugmynd á lofti að bikarúrslitaleikur þessa árs, þar sem Real Sociedad og Athletic Bilbao eiga að mætast, fari fram næsta vor á svipuðum tíma og bikarúrslitaleikur komandi tímabils.

UEFA er ekki hrifið af þessari hugmynd heldur vill sambandið að leikurinn fari fram þann 3. ágúst.

Félögin vilja hafa fullan völl stuðningsmanna í þessum nágrannaslag en ljóst er að afar ólíklegt er að það verði ef leikurinn fer fram í haust.

„Við erum á sama máli og félögin. Við viljum að leikurinn fari fram þegar tækifæri er á því að stuðningsmenn geti mætt á leikinn," segir í tilkynningu spænska knattspyrnusambandsins.

Fimmtíu þúsund stuðningsmenn eru sagðir ætla leggja leið sína til Sevilla þar sem úrslitaleikurinn á að fara fram. UEFA vill að leikurinn fari fram í haust til að ákveða sé hægt hvaða lið fari í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner