Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. maí 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Brjálaðir eftir fall í Frakklandi - Vilja breytingar
Úr leik hjá Amiens.
Úr leik hjá Amiens.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn franska félagsins Amiens hafa kallað eftir því að franska úrvalsdeildin endurskoði þá ákvörðun sína að aflýsa tímabilinu.

Amiens var í 19. sæti í frönsku úrvalsdeildinni þegar keppni var hætt þar vegna kórónaveirunnar en þá voru tíu umferðir eftir.

Í síðustu viku var tilkynnt að keppni hefði verið aflýst á tímabilinu og að tvö neðstu liðin Amiens og Toulouse myndu falla.

Amiens hefur kvartað yfir þessu en félagið telur að það eigi ekki að fella nein lið og þess í stað vera með 22 lið í frönsku úrvalsdeildinni næsta vetur.
Athugasemdir
banner