Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. maí 2020 21:10
Aksentije Milisic
Ensk félög: Ómögulegt að halda stuðningsmönnum frá hlutlausum leikvöngum
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhyggjur af því að stuðningsmenn þeirra muni brjóta þær reglur sem eru í gildi varðandi kóróna veirunnar, jafnvel þó að keppni hefjist að nýju á hlutlausum leikvöngum.

Plan um að klára ensku úrvalsdeildina á hlutlausum leikvöngum var rædd á fundi á dögunum. Yfirvöld í Bretlandi, þar á meðal lögreglan og stjórnvöld, telja að best sé að spila á hlutlausum leikvöngum til að lágmarka hættu á smiti og hafa þau varað stuðningsmenn við því að leikir verða flautaðir af, skuli stuðningsmenn hópast saman fyrir utan þessa velli.

Nú hafa hins vegar tíu félög í úrvalsdeildinni sagt frá áhyggjum sínum varðandi það að stuðningsmennirnir muni hópast saman fyrir utan vellina.

Einn framkvæmdarstjóri ensku úrvalsdeildarinnar sagði: „Ertu að segja mér að sumir stuðningsmenn Liverpool muni ekki reyna að finna það út hvar liðið þeirra muni spila leikinn sem gæti tryggt titilinn? Að sjálfsögðu reyna einhverjir að gera það."

„Erum við líka að reyna að þykjast ekki vita að stuðningsmenn Liverpool eða Aston Villa muni hópast saman á götum borgarinnar og fagna ef þau vinna titilinn eða halda sér í deildinni. Auðvitað mun fólk brjóta reglurnar."

Sum félög halda því fram að þau hafi náð samkomulagi við stuðningsmenn sína um að halda sér heima á meðan önnur hafa áhyggjur af áformum um að hittast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner