Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. maí 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evra: Suarez laug í yfirheyrslunni
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum vinstri bakvörður Manchester United, hefur opinberað hvað Luis Suarez, fyrrum framherji Liverpool, sagði við sig í leik á Anfield árið 2011.

Leikurinn fór fram í október og var Suarez ákærður í kjölfarið og í desember sama ár dæmdur í átta leikja bann. „Snertu mig ekki, ég tala ekki við negra," sagði Suarez og Evra lét dómara leiksins, Andre Marriner, vita af því eftir leik og hann lét Sir Alex Ferguson, stjóra United, einnig vita. David de Gea, markvörður United, staðfesti frásögn Evra.

Suarez þurfti að taka út leikbann og greiða 40 þúsund pund fyrir það sem hann sagði. Evra segir að Suarez hafi reynt að útskýra þetta á þann hátt að 'negri' hafi átt að vera vinaleg kveðja en ekki skot á húðlit Evra.

„Þegar við fórum í yfirheyrsluna ásamt Luis Suarez byrjaði hann að ljúga og sagði að 'negri' þýddi vinur," sagði Evra í UTD hlaðvarpinu.

„Það er ekki nafnið mitt. Móðir mín gaf mér nafn, ekki húðlit. Ég veit að sumir í Suður-Ameríku, þegar þeir sjá dökkan leikmann, þá er hann stundum kallaður 'negri' og stundum er merkingin í lagi, stundum ekki. Nafnið mitt er ekki 'svartur', það er Patrice."

Á sjónvarpsupptökum Sky mátti sjá Suarez segja þessi orð sem Evra sagði hann hafa sagt. Þrátt fyrir það sýndu leikmenn Liverpool Suarez mikinn stuðning á þessum tíma. Evra var furðaður á þeirri hegðun en hann var aftur á móti mjög snortinn þegar Jamie Carragher bað hann afsökunar í vetur.

Sjá einnig:
Evra fékk morðhótanir frá stuðningsmönnum Liverpool - Öryggisfylgd allan sólarhringinn
Athugasemdir
banner
banner
banner