Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 04. maí 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Ekki rétt hjá Dyche að ég brosi aldrei
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley, var í löngu viðtali hjá The Athletic um helgina. Sean Dyche, stjóri Burnley, grínaðist með það í vetur að Jói Berg brosi ekki nægilega mikið á æfingum liðsins en Jói segir það ekki rétt.

„Ég er ekki sammála honum," sagði Jói hlæjandi í viðtalinu við The Athletic.

„Ég brosi væntanlega ekki nægilega mikið þegar ég ræði við hann. Þetta er öðruvísi í búningsklefanum."

„Ég og stjórinn eigum í mjög góðu sambandi. Hann hefur verið stórkostlegur fyrir mig. Þegar ég hef verið heill þá hef ég spilað mikið af mínútum og ég held að hann treysti mér."

„Hann hefur hjálpað mér að vaxa í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur bætt vinnuframlag mitt á æfingum og í leikjum."


Sjá einnig:
Jói Berg: Ekki verið svona langt niðri í langan tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner