Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. maí 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
KSÍ semur um GPS mælingar og gagnagrunn fyrir landsliðin
Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ.
Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ og Johan Sports GPS hafa undirritað nýjan samning sem gildir til ársins 2023.

A landslið karla og kvenna, ásamt U21 landsliði karla, hafa undanfarið ár notað GPS tæki á æfingum og í leikjum frá Johan Sports. Þessi tæki eru notuð til að mæla og greina hlaupatölur leikmanna, fjarlægð sem þeir hlaupa, hámarkshraða, hversu marga metra leikmaðurinn hleypur á háum hraða o.s.frv.

Svör við þessum spurningum, og mörgum öðrum, er hægt að fá með GPS mælingum. Atvinnumannalið í knattspyrnu nota nánast öll GPS tæki til að fylgjast með álagi leikmanna í leikjum og við æfingar.

Með nýjum samningi hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landslið hefji notkun á þeim sumarið 2020.

„GPS mælingar gefa áreiðanlegri mynd af því hvar leikmenn okkar standa og með því er einnig hægt að stýra álaginu á leikmanninn. Öllum hlaupatölum er hlaðið í gagnagrunn og er því hægt að bera leikmenn saman við aðra sem hafa sama eða svipaðan leikstíl," segir Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ.

Markmiðið er að árið 2025 verði kominn upp nákvæmur gagnagrunnur og yfirsýn á hlaupagetu íslenskra leikmanna.

KSÍ hefur einnig gert þriggja ára samning við miðlæga gagnagrunns fyrirtækið SoccerLab. SoccerLab er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu og vinnur með mörgum af stærstu félagsliðum álfunnar.

Með samningnum mun þessi miðlægi gagnagrunnur frá og með deginum í dag vista allar upplýsingar um yngri landsliðsmenn KSÍ.

„Það svið knattspyrnunar sem við getum bætt okkur hvað mest á er rafræna sviðið. Þetta er að mörgu leyti undarlegt þar sem við Íslendingar erum mjög tæknivædd þjóð. Í nútíma knattspyrnu er allt mælt og skoðað. Lið í Evrópu þjálfa ekki bara sína leikmenn á knattspyrnuvellinum heldur er þjálfun orðin heildræn (e. holistic). Undir þessa heildrænu þjálfun falla hlutir eins og leikgreining, miðlæg gagnasöfnun, myndbandsuppökur, hlaupatölur, mælingar á líkamlegu atgervi o.s.frv," segir Arnar Þór.

<„Allar þessar upplýsingar munu koma í gagnagrunn Knattspyrnusviðs KSÍ og innan skamms munum við eiga mikilvægar upplýsingar um okkar leikmenn sem eiga eftir að gera okkur kleift að þróa okkar starf enn frekar."

„Þessar upplýsingar eru ekki bara mikilvægar fyrir okkur hjá KSÍ, heldur líka fyrir félögin þar sem erlend félög nú til dags vilja fá gögn um leikmenn áður en þeir eru keyptir. Þessi gögn (e. benchmarks) nota erlend félög í ákvarðanatöku sem er byggð á staðreyndum, en ekki skoðunum."

Af vefsíðu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner