mán 04. maí 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd skoðar Rabiot og Konate
Powerade
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Rakitic er orðaður við Tottenham.
Rakitic er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag. Hér er allt það helsta.



Tottenham er í bílstjórasætinu í baráttunni um Ivan Rakitic (32) miðjumann Barcelona. (Mundo Deportivo)

Inter vill kaupa miðjumanninn Paul Pogba (27) frá Manchester United. (Gazzetta dello Sport)

Forráðamenn Juventus segja að fá félög eigi efni á launum Pogba vegna niðursveiflunnar í fótboltanum í kjölfarið á kórónaveirunni. (Star)

Tanguy Ndombele (23) vill vera áfram hjá Tottenham og berjast fyrir sæti sínu. Ndombele hefur verið orðaður við Barcelona. (Telegraph)

Arsenal er tilbúið að selja Henrikh Mkhitaryan (31) í sumar til að fá pening í kassann. Mkhitaryan er í dag í láni hjá Roma. (Mirror)

Pedro (32) leikmaður Chelsea, er á óskalista Roma og Real Betis. (Goal)

Kylian Mbpape (21) er að skoða nýjan samning hjá PSG sem gæti allt að tvöfaldað laun hans. (Mirror)

Sevilla hefur áhuga á miðjumanninum Tiemoue Bakayoko (25) en hann er í láni hjá Mónakó frá Chelsea. (France Football)

Njósnarar Manchester United hafa skoðað Adrien Rabiot (25) miðjumann Juventus í nokkrum leikjum á tímabilinu. (Sun)

Lucas Vazquez (28) kantmaður Real Madrid segist hafa áhuga á að spila á Englandi. (Guardian)

Alexis Sanchez (31) vill fara heim til Síle og ganga í raðir Universidad de Chile. Sanchez er í dag í láni hjá Inter frá Manchester United. (Mail)

Napoli ætlar ekki að selja miðvörðinn Kalidou Koulibaly (28) á minna en 88 milljónir punda í sumar. Arsenal, Liverpool, Manchester United og Real Madrid hafa sýnt honum áhuga. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United hefur rætt við umboðsmenn Ibrahima Konate (20) en hann er miðvörður hjá RB Leipzig. (Le10 Sport)

Arsenal og Chelsea vilja bæði fá tyrkneska miðjumanninn Orkun Kocku (19) frá Feyenoord. (Express)

William Saliba (19), varnarmaður Arsenal, mun klára núverandi tímabil hjá félaginu eftir að keppni var flautuð af í Frakklandi þar sem hann var á láni hjá Saint-Etienne. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner