Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. maí 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Robinson: Sé ekki fyrir mér að Karius spili aftur fyrir Liverpool
Mynd: Getty Images
Í dag var ljóst að Loris Karius væri búinn að rifta lánssamningi sínum við Besiktas. Karius var lánaður til tyrkneska félagsins frá Liverpool til tveggja ára sumarið 2018.

Paul Robinson, fyrrum markvörður enska landsliðsins, sagði við Football Insider að hann sjái Karius ekki fyrir sér verja mark Liverpool á nýjan leik.

„Ég held að hann sé andlega hræddur sem markvörður, sjálfstraust vegur mjög þungt. Ég meina það í fullri alvöru að ég tel að hann eigi ekki eftir að leika fyrir Liverpool aftur," sagði Robinson.

„Mér finnst eins og Adrian hafi verið þokkalegast varamarkvörður þó hann hafi verið betri fyrir áramót. Ég sé ekki að Karius komi í stað hans á bekknum."

Samningur Karius við Liverpool rennur út sumarið 2022. Hann hefur í vetur verið orðaður við félagaskitpti í Wolves þar sem hann kæmi inn í marvkarðateymið með Rui Patricio.
Athugasemdir
banner
banner
banner