Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. maí 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Stam um að þjálfa í MLS-deildinni: Það er möguleiki
Jaap Stam gæti farið til Bandaríkjanna
Jaap Stam gæti farið til Bandaríkjanna
Mynd: Getty Images
Jaap Stam, fyrrum leikmaður Manchester United og hollenska landsliðsins, segist vera opinn fyrir því að taka við þjálfun FC Cincinnati í MLS-deildinni.

Stam fór í þjálfun eftir frábæran feril en hann hefur þjálfað PEC Zwolle, unginga- og varalið Ajax, Reading og síðast Feyenoord.

Hann hefur verið í viðræðum við FC Cincinnati í MLS-deildinni en viðræðurnar eru í biðstöðu vegna kórónaveirunnar. Stam er spenntur fyrir tækifærinu að þjálfa í Bandaríkjunum.

„Það er möguleiki. Áhuginn er til staðar og það hafa átt sér stað viðræður. Þetta er í biðstöðu eins og er vegna ástandsins í heiminum. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist," sagði Stam við Goal.com.

„Deildin er áhugaverð og það er félagið líka. Þannig þetta lítur vel út en ég get ekki sagt til um hvað gerist," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner