mán 04. júní 2018 10:00
Fótbolti.net
Lið 5. umferðar í Pepsi kvenna: Tvær í liðinu í þriðja sinn
Agla María er í lið umferðarinnar í þriðja skipti í sumar
Agla María er í lið umferðarinnar í þriðja skipti í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Björk og Elín Metta eru báðar í liði umferðarinnar. Thelma Björk í annað skipti í sumar en Elín Metta í það þriðja
Thelma Björk og Elín Metta eru báðar í liði umferðarinnar. Thelma Björk í annað skipti í sumar en Elín Metta í það þriðja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
5. umferð Pepsi-deildarinnar kláraðist síðastliðinn miðvikudag og hér gefur að líta úrvalslið umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

Úrslitin voru nokkuð eftir bókinni en stórleikur umferðarinnar var slagur ÍBV og Vals sem Valskonur unnu 3-1. Þá gerðu Grindavík og Selfoss 1-1 jafntefli og náðu þannig að lyfta sér frá KR, HK/Víking og FH sem öll eru með 3 stig í neðstu sætum deildarinnar.



Umferðin hófst á viðureign FH og Þórs/KA sunnudaginn 27. júní en Íslandsmeistararnir héldu uppteknum hætti og eru með fullt hús stiga eftir 4-1 sigur. Sandra Mayor átti enn einn stórleikinn fyrir Þór/KA. Arna Sif Ásgrímsdóttir var svo öflug til baka og vann mikið af návígjum.

Alexandra Jóhannsdóttir og Agla María Albertsdóttir voru öflugar fyrir Breiðablik sem vann 2-0 sigur á KR.

Björk Björnsdóttir var best á vellinum þegar Stjarnan sigraði HK/Víking 1-0 og kom í veg fyrir stærra tap síns liðs með góðum vörslum. Anna María Baldursdóttir stóð vaktina örugglega í öftustu línu Stjörnunnar í góðum liðssigri.

Þá var miðvörðurinn Guðný Eva Birgisdóttir sterk í liði Grindavíkur sem gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í miklum rokleik. Best hjá Selfoss var hin klóka Magdalena Anna Reimus.

Í síðasta leik umferðarinnar sóttu Valskonur þrjú stig til Eyja. Thelma Björk Einarsdóttir átti stóran þátt í sigri Vals, sem og markamaskínan Elín Metta Jensen en þær skiptu mörkum Valskvenna á milli sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner