Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. júní 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Tottenham tekur lán vegna kórónaveirunnar
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur tekið 175 milljóna punda lán til að bregðast við eftir kórónaveiru faraldurinn.

Tottenham sér fram á tekjumissi upp á allt að 200 milljónir punda vegna kórónaveirunnar.

Engir áhorfendur verða leyfðir í ensku úrvalsdeildinni næstu mánuðina og Tottenham missir einnig af tekjum vegna ýmissa annara viðburða sem voru skipulagðir á heimavelli liðsins í ár.

Tottenham hefur því ákveðið að bregðast við með því að taka lán með 0,5% vöxtum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner