Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 04. júlí 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
England talið fimmta líklegasta liðið til að vinna HM
Er fótboltinn á leið heim?
Er fótboltinn á leið heim?
Mynd: Getty Images
Sigurstranglegasta lið HM.
Sigurstranglegasta lið HM.
Mynd: Getty Images
England er talið fimmta líklegasta liðið til að vinna HM í Rússlandi samkvæmt styrkleikalista Mirror.

8-liða úrslitin fara af stað á föstudag en þá mætast Frakkland og Úrúgvæ (14) og Belgía leikur gegn Brasilíu (18). Daginn eftir leika Svíar og Englendingar (14) og Króatar mætir gestgjöfum Rússa (18).

Hér má sjá styrkleikalista Mirror:

8. Svíþjóð
Lið sem gefst aldrei upp. Spilar ekki fallegasta fótboltann en er erfitt að brjóta á bak aftur.

7. Rússland
Heimamenn hafa komið á óvart en fyrir mót töluðu rússneskir fjölmiðlar um lélegasta rússneska landslið frá upphafi.

6. Belgía
Slefuðu í gegnum Japan og ef þeir spila á svipaðan hátt gegn Brasilíu verður þeim slátrað.

5. England
Enska þjóðin er skyndilega ástfangin af ungu liði sínu sem leggur hjarta og sál í verkefnið.

4. Úrúgvæ
Síðasta tækifærið fyrir Diego Godin, Luis Suarez og Cavani. Það vantar ekki hungur og þrá í úrúgvæska liðið.

3. Króatía
Þessi magnaða íþróttaþjóð átti frammistöðu keppninnar til þessa þegar 3-0 sigur vannst gegn Argentínu.

2. Frakkland
Hafa ekki sýnt neinar flugeldasýningar í keppninni en gæðin í leikmannahópnum eru rosaleg.

1. Brasilía
Besta lið keppninnar til þessa og það sigurstranglegasta. Neymar er að finna taktinn betur og það eru ekki góðar fréttir fyrir komandi mótherja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner