Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. júlí 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Matuidi vill fá Ronaldo til Juventus
Matuidi í baráttunni gegn Argentínu.
Matuidi í baráttunni gegn Argentínu.
Mynd: Getty Images
Blaise Matuidi, miðjumaður Juventus hefur sagt að hann myndi vilja fá Cristiano Ronaldo til félagsins og er jafnframt bjartsýnn fyrir komandi leik Frakklands gegn Úrúgvæ.

Á blaðamannafundi fyrir leik Frakklands og Úrúgvæ á föstudaginn kemur var Matuidi spurðu út í möguleg vistaskipti Ronaldo til Juventus.

Ronaldo? Það væri gott. Það væri frábært að hafa hann hjá Juve.”

Matuidi fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á Argentínu og verður því í banni í leiknum gegn Úrúgvæ. Hann er þó bjartsýnn fyrir leikinn og hefur trú á liðsfélögum sínum.

Við erum eins og fjölskylda, við erum allir saman. Hver kemur í minn stað? Ég er ekki þjálfarinn. Þetta verður erfiður leikur en engin martröð. Við vitum það, við getum valdið hvaða liði sem er vandræðum,” sagði Matuidi.

Þá hrósaði Matuidi einnig Kylian Mbappge og sagði að hann vonaðist til þess að leikmaðurinn geti nýtt sér göt í vörn andstæðinganna.

Jafnvel á minnstu svæðum er þessi gæji sterkur. Hann er mjög fljótur og mun geta læðst upp að Úrúgvæ,” sagði Matuidi.
Athugasemdir
banner
banner
banner