Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 04. júlí 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rami: Cavani þarf að brjóta lögmál vísindanna til að spila
Cavani var geggjaður gegn Portúgal.
Cavani var geggjaður gegn Portúgal.
Mynd: FIFA
Adil Rami hefur enga trú á því að Edinson Cavani eigi möguleika á að vera leikfær gegn Frakkland í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.

Eftir að hafa skorað bæði mörkin í sigri Úrúgvæ á Portúgal í 16-liða úrslitunum, haltraði leikmaðurinn af velli í síðari hálfleik. Rami segir að Cavani verði að brjóta öll lögmál vísindanna ætli hann sér að spila leikinn.

Því miður er eins manns tap annars manns gróði. Við erum að tala um Edinson Cavani, einn besta framherja heims og hann hefur verið í formi á þessu móti. Ég held að það sé ekki slæmt fyrir okkur að hann sé meiddur,” sagði Rami.

Ég fékk svipuð meiðsli og þau tóku tíma. Ég reyndi að berjast gegn vísindunum og það var ekki auðvelt. Svo ef að hann spilar gegn okkur mun hann hafa rústað vísindunum. Hættið að láta okkur trúa því að hann muni spila gegn okkur.”

Frakkland og Úrúgvæ mætast í fyrsta leik af tveimur í 8-liða úrslitunum næstkomandi föstudag. Sigurvegarinn mætir annaðhvort Brasiliíu eða Belgíu í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner