mið 04. júlí 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
Shearer blótaði Kólumbíu í sand og ösku
Shearer var mikill markahrókur á árum áður.
Shearer var mikill markahrókur á árum áður.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Alan Shearer er í Moskvu að fjalla um HM fyrir BBC. Hann var sérfræðingur í stúdíói þegar England vann Kólumbíu í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum í gær.

Eftir sigur Englendinga söng hann um að fótboltinn væri að koma heim og lék á als oddi.

En meðan á leik stóð, og hann var ekki í útsendingu, var annað hljóð í honum. Myndband af því hefur lekið út.

Kólumbíumenn beittu ýmsum brögðum í leiknum, meðal annars reyndu þeir að skemma vítapunktinn áður en Harry Kane tók víti í leiknum. Kane skoraði úr spyrnunni.

Þá fékk bandarískur dómari leiksins varla frið til að sinna sínum störfum vegna mótmæla Kólumbíumanna.

„Kólumbíumenn, fokking svindlarar og ruplarar..." var meðal þess sem Shearer lét út úr sér.

Þá gagnrýndi hann enska liðið á meðan leik stóð, sagði að þeir væru að spila eins og þeim væri alveg sama því þó liðið myndi falla úr leik myndu þeir fá höfðinglegar móttökur.

Klukkan var gleði hjá Shearer eftir leik en Englendingar mæta Svíum í 8-liða úrslitum HM á laugardag.


Athugasemdir
banner
banner