mið 04. júlí 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
Sven-Göran varar Englendinga við Svíum
Sendir Englendingum viðvörun.
Sendir Englendingum viðvörun.
Mynd: Getty Images
Sven-Göran Eriksson hefur varað enska landsliðið við fyrir leikinn gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum HM á laugardaginn. Sven er frá Svíþjóð en hann þjálfaði enska landsliðið frá 2001 til 2006.

„Það er mjög erfitt að skora gegn Svíþjóð. Þeir hafa sýnt það í mörgum leikjum núna. Ef England heldur að leikurinn á laugardaginn verði auðveldur þá eru það mikil mistök. Ég held að hann verði mjög erfiður," sagði Sven.

„England hefur marga einstaklinga sem geta gert eitthvað sérstakt. Kane er einn af þeim. Sterling er annar. En þegar ég segi ykkur að það sé erfitt að vinna Svíþjóð þá er það sannleikurinn."

„Ítalía náði ekki að skora mark á 180 mínútum í umspili gegn Svíþjóð og Þýskaland skoraði einungis úr aukaspyrnu í lokin."

Athugasemdir
banner
banner
banner