Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 04. júlí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Vardy gat ekki tekið víti vegna meiðsla - Tæpur fyrir laugardag
Jamie Vardy.
Jamie Vardy.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, framherji Leicester, treysti sér ekki til að taka vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni gegn Kolumbíu í gær vegna meiðsla á nára. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Vardy kom inn á sem varamaður í leiknum og átti að taka fimmtu vítaspyrnu Englendinga í vítaspyrnukeppninni. Hann meiddist hins vegar á nára í leiknum og því kom það í hlut Eric Dier að taka fimmtu spyrnuna.

Dier skoraði og skaut Englendingum áfram í 8-liða úrslitin þar sem mótherjarnir verða Svíþjóð á laugardaginn.

Vardy ku hafa fengið sprautu vegna meiðslanna eftir leikinn í gærkvöldi en hann er tæpur fyrir leikinn á laugardag.

Dele Alli og Harry Kane fundu einnig fyrir meiðslum í leiknum en ekkert hefur heyrst meira af þeim ennþá.
Athugasemdir
banner
banner
banner