Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. júlí 2019 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Borja með þrennu - Viktor skoraði eftir langa fjarveru
Viktor Örn Guðmundsson.
Viktor Örn Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góður sigur hjá Þrótti í kvöld.
Góður sigur hjá Þrótti í kvöld.
Mynd: Aðsend
Það voru þrír leikir í 2. deild karla í kvöld. Deildin er orðin jafnari ef eitthvað er eftir úrslit kvöldsins.

ÍR tók á móti Dalvík/Reyni í mjög fjörugum leik. Axel Kári Vignisson kom ÍR-ingum yfir á 38. mínútu, en Spánverjinn Borja Lopez Laguna jafnaði fyrir Dalvík/Reyni stuttu fyrir leikhlé.

Borja Lopez var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hann kom Dalvíkingum yfir. Már Viðarsson jafnaði fyrir ÍR stuttu eftir það og kom Viktor Örn Guðmundsson ÍR yfir á 83. mínútu. Frábært fyrir Viktor sem var að spila sinn fyrsta leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla.


Því miður fyrir Viktor þá var þetta ekki sigurmarkið í dag. Borja Lopez fullkomnaði þrennu sína er hann jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann var aðeins með eitt mark í deildinni í átta leikjum fyrir leikinn í kvöld. Drama í Breiðholti og niðurstaðan 3-3 jafntefli.

Bæði lið eru með 12 stig í áttunda og níunda sæti. Þróttur Vogum fór upp fyrir Dalvík/Reyni og ÍR með góðum sigri gegn Víði á útivelli. Alexander Helgason, sem var að ganga í raðir Þróttar, skoraði eina markið í leiknum.

Víðir hefði með sigri farið upp fyrir Selfoss í öðru sæti deildarinnar, en liðið þarf að sætta sig við að vera áfram í þriðja sæti.

Kári vann þá öruggan sigur á Tindastól í uppgjöri neðstu tveggja liðanna. Guðfinnur Þór Leósson skoraði tvennu og voru Andri Júlíusson og Hilmar Halldórsson einnig á skotskónum.

Kári er í 11. sæti með 11 stig. Útlitið er ekki gott fyrir Tindastól, liðið á botninum með aðeins tvö stig.

Þess má geta að þegar tíunda umferðin er hálfnuð þá munar sex stigum á Kára, liðinu í 11. sæti, og Selfossi, liðinu í öðru sæti.

ÍR 3 - 3 Dalvík/Reynir
1-0 Axel Kári Vignisson ('38)
1-1 Borja Lopez Laguna ('44)
1-2 Borja Lopez Laguna ('46)
2-2 Már Viðarsson ('50)
3-2 Viktor Örn Guðmundsson ('83)
3-3 Borja Lopez Laguna ('90, víti)

Kári 4 - 0 Tindastóll
1-0 Guðfinnur Þór Leósson ('19)
2-0 Guðfinnur Þór Leósson ('40)
3-0 Andri Júlíusson ('44)
4-0 Hilmar Halldórsson ('75)

Víðir 0 - 1 Þróttur V.
0-1 Alexander Helgason ('45)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner