Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. júlí 2019 15:27
Magnús Már Einarsson
Arjen Robben leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Hollenski kantmaðurinn Arjen Robben hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 35 ára að aldri.

Robben hefur raðað inn mörkum með Bayern Munchen undanfarin tíu ár en hann lék einnig með Chelsea og Real Madrid á mögnuðum ferli sínum.

Robben lýsti því yfir í vetur að hann myndi yfirgefa herbúðir Bayern í sumar. Hann skoðaði möguleika á að halda áfram í fótbolta en ákvað síðan að láta gott heita.

„Þetta er án efa erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ferli mínum," sagði Robben í dag.

Robben skoraði einnig 37 mörk í 97 landsleikjum með Hollendingum en liðið endaði í öðru sæti á HM 2010 og í þriðja sæti á HM 2014.

Félagsliðaferill Robben í tölum
2000-2002 Groningen (12 mörk í 52 leikjum)
2002-2004 PSV Eindhoven (13 mörk í 65 leikjum)
2004-2007 Chelsea (19 mörk í 106 leikjum)
2007-2009 Real Madrid (13 mörk í 65 leikjum)
2009-2019 Bayern Munchen (144 mörk í 309 leikjum)

Þýskur meistari - 8
Enskur meistari - 2
Spænskur meistari - 1
Hollenskur meistari - 1
Meistaradeildin - 1 (2012/2013)

Athugasemdir
banner
banner